14:48
{mosimage}

(Frá vinstri: Magnús Þór Gunnarsson, Hannes S. Jónsson og Sigurður Ingimundarson)

Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í körfuknattleik kynnti í dag þann hóp sem skipa mun liðið í síðari hluta B-deildar Evrópukeppninnar. Einn nýliði er í hópnum en það er Ómar Sævarsson leikmaður Grindavíkur.

Hópinn skipa:

Magnús Þór Gunnarsson, UMFN
Fannar Ólafsson, KR
Pavel Ermolinskij, La Palma – Spáni
Þorleifur Ólafsson, UMFG
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Jón Arnór Stefánsson, Benetton Treviso – Ítalía
Páll Axel Vilbergsson, UMFG
Ómar Sævarsson, UMFG
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Helgi Már Magnússon, Solna Vikings – Svíþjóð
Logi Gunnarsson, UMFN
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík
Jóhann Árni Ólafsson, UMFN

Þjálfari: Sigurður Ingimundarson, Solna Vikings – Svíþjóð

Glöggir taka eftir að þeir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson eru ekki í leikmannahópi Sigurðar en Jakob gat ekki gefið kost á sér þar sem hann hélt til Svíþjóðar að æfa með nýja liði sínu Sundsvall Dragons. Þá gat Hlynur Elías Bæringsson ekki gefið kost á sér sökum persónulegra anna.

Leikir íslenska liðsins í síðari hluta keppninnar:

19. ágúst
Danmörk-Ísland

22. ágúst
Ísland-Holland

26. ágúst
Svartfjallaland-Ísland

29. ágúst
Ísland-Austurríki

Staðan í riðlinum:

Svartfjallaland
Austurríki
Holland
Ísland
Danmörk

nonni@karfan.is