09:36
{mosimage}

Fyrsta dómaranámskeið vetrarins verður haldið föstudaginn 4. september og laugardaginn 5. september. Bæði er um bóklega og verklega kennslu að ræða. Námskeiðið fer fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. www.kki.is greinir frá.

Á föstudeginum og á laugardagsmorgninum verður bókleg kennsla en bóklega og verklega prófið verður eftir hádegi á laugardegi. Námskeiðið verður á höfuðborgarsvæðinu en ítarlegri dagskrá verður birt fimmtudaginn 27. ágúst.

Vakin er athygli á því að dómaramenntun er hluti af fræðsluáætlun KKÍ sem er komin til framkvæmda. Dómaranámskeið er hluti af fyrsta þrepi fræðslustigans. Konur eru hvattar til að mæta enda vantar fleiri kvendómara í hreyfinguna.

Síðasti skráningardagur er 2. september. Námskeiðið stendur öllum til boða og að kostnaðarlausu. Skráning er á kki@kki.is og þarf að taka fram nafn, kennitölu, síma, e-mail og félag.

www.kki.is