22:02:33
Varnartröllið gamalreynda Ben Wallace hefur samið við sitt gamla lið Detroit Pistons til eins árs. En Wallace, sem átti sín bestu ár í bílaborginni, yfirgaf liðið fyrir þremur árum og gekk til liðs við Chicago, þaðan sem hann fór til Cleveland og svo til Phoenix eftir nýafstaðið tímabil.

 

Hann samdi um að fá sig lausan þaðan og ætti að geta hjálpað Detroit sem eru í miklum endurbyggingarham þessa stundina.

 

Wallace var, þegar hann var upp á sitt besta, einn allra besti varnarmaður deildarinnar og var valinn varnarmaður ársins fjórum sinnum (2002, 2003, 2005, 2006). Hann var líka tvisvar frákastakóngur og jafnan meðal efstu manna í vörðum skotum.

ÞJ