21:13

{mosimage}
(Alex Hervelle er ein stórstjarna Belga en hann spilar með stórliði Real Madrid)

Evrópumeistaramótið í Póllandi hefst í næsta mánuði og hafa 15 lið tryggt sér þátttökurétt. Eitt sæti er laust og mun það annað hvort falla Frökkum eða Belgum í skaut.


Undanfarnar vikur hafa sex lið keppt í tveimur þriggja liða riðlum um þetta eina lausa sæti. Belgar unnu sinn riðil og Frakkar sinn og mætast þessi tvö lið í tveimur leikjum um lokasætið.

Belgar unnu Portúgali á fimmtudagskvöld 58-60 og tryggðu sér þar með sigur í riðlinum en þeir enduðu með sjö stig eins og Bosníumenn en vegna hagstæðara stigaskor úr innbyrðisviðureignum fóru Belgar áfram.

Frakkar urðu efstir í sínum riðli með sjö stig en í 2. sæti urðu Finnar með sex en Ítalir ráku lestina með fimm stig.

Fyrri leikur Belgíu og Frakklands verður fimmtudaginn 27. ágúst og fer hann fram í Belgíu. Seinni leikurinn verður sunnudaginn 30. ágúst.


Það verður spennandi að sjá hvaða lið tryggir sér lokasætið til Póllands en liðin sem eru komin þangað eru:

Makedónía
Ísrael
Króatía
Grikkland
Rússland
Þýskaland
Lettland
Bretland
Serbía
Spánn
Slóvenía
Pólland
Tyrkland
Litháen
Búlgaría

stebbi@karfan.is

mynd: FibaEurope/Walter Saenen