14:47
{mosimage}

(Friðrik þjálfari Grindavíkur hefur tryggt sér Bandaríkjamann fyrir komandi tímabil)

Silfurlið Grindavíkur í Iceland Express deild karla hefur ráðið til sín bandaríska leikmanninn Amani Daanish. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur, www.umfg.is

Samkvæmt því sem fram kemur á síðu þeirra Grindvíkinga lék Daanish við góðan orðstír á síðasta tímabili með finnsku liði í næstefstu deild. Þá hefur efitrgrennslan hjá Karfan.is leitt í ljós að Daanish þessi gekk undir nafninu Hr. Tvöföld tvenna í Finnlandi eða Mr. Double double.

Kappinn er væntanlegur í Röstina í september en hægt er að sjá myndband með honum inni á Youtube á tenglinum hér að neðan.

http://www.youtube.com/watch?v=jL8tkNiqccE

www.umfg.is