18:08

{mosimage}

Þórsarar frá Akureyri hafa fengið keflvískan liðsstyrk en hinn 21 árs gamli miðherji, Elvar Sigurjónsson hefur ákveðið að leika með liðinu í 1. deildinni næsta vetur.

Elvar sagði í samtali við karfan.is að Böðvar Þór Kristjánsson þjálfari Þórs hafi haft samband við sig en þeir þekkjast frá fornu fari þegar Böðvar þjálfaði Elvar í yngri flokkum í Keflavík. Elvari leist vel á að fara til Þórsara, til þjálfara sem hann þekkir og afla sér reynslu.

Aðspurður um markmið vetrarins sagði Elvar að það væri ekki spurning um að liðið ætlaði upp úr 1. deildinni aftur.

Elvar kom inná í 25 leikjum í fyrravetur með Keflavík og skoraði 3,1 stig á tæplega 10 mínútum sem hann lék að meðaltali í leik.

runar@karfan.is

Mynd: