Dwayne Wade, stórstjarna Miami Heat hefur sagt stjórnarmönnum Heat að hann muni yfirgefa liðið eftir næsta tímabil ef ekki verða gerðar þær breytingar á liðinu þannig að það verði samkeppnishæft í titlabaráttu. „Ég mun hlusta á hvað sé á döfinni hjá liðinu og svo í kjölfarið mun ég gera upp hug minn. Mig langar að vera áfram hjá Miami en annað tímabil með aðeins 50% sigurhlutfall er ekki eitthvað sem ég vil taka þátt í.“ Sagði Wade í samtali.  Mynd: espn.com