7:21

{mosimage}

Grétar, Björn Hjörleifsson formaður og Baldur

Þór í Þorlákshöfn er á fullu að undirbúa veturinn. Í gær var greint frá ráðningu þjálfarans Zach Allender og þá hafa Þórsarar skrifað undir samninga við fjóra leikmenn sem allir eru aldir upp hjá Þórsurum.

Leikmennirnir eru bræðurnir Baldur og Þorsteinn Ragnarssynir, Grétar Ingi Erlendsson og Emil Karl Einarsson en Emil og bræðurnir hafa leikið með yngri landsliðum undanfarin ár svo það smá sannarlega segja að framtíðin sé björt í Þorlákshöfn.

runar@karfan.is

Mynd. www.thorkarfa.com