10:13
{mosimage}

Nýr kall er kominn í brúnna í Þorlákshöfn og mun bæði þjálfa og spila með liðinu í 1. deild karla á næstu leiktíð. Kappinn sá heitir Zach Allender og rétt skríður yfir tvo metrana eða 201 cm og getur skilað af sér þrist, fjarka og fimmu á vellinum. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs www.thorkarfa.com

Zach Allender kemur úr Campbellsville, sem er 1. deildar háskóli í NAIA deildinni í Bandaríkjunum. Á lokaárinu sínu í skólanum skoraði hann 19,9 stig og tók 9,7 fráköst að meðaltali í leik. Hann gerði tvöfalda tvennu 51 sinni, en það þýðir að hann skoraði 10 stig eða meira og tók 10 fráköst eða meira í sama leiknum.

Þór lauk leik í 6. sæti 1. deildar á síðustu leiktíð og rétt misstu af sæti í úrslitakeppninni.