9:43

{mosimage}

 Opnað hefur verið fyrir skráningu á Unglingalandsmótið og geta keppendur skráð sig til leiks með því að fara inn á heimasíðu mótsins.

Sú ákvörðun hefur verið tekin að skráningu lýkur mánudagskvöldið 27. júlí en undanfarið hefur skráning staðið fram á miðvikudagskvöld.

Þetta er gert til að gefa greinastjórum og mótshöldurum lengri tíma til að klára tímaseðla, setja saman mót og útbúa mótsgögn en nær ógerlegt er að vinna þá vinnu á eins skömmum tíma og gert er ráð fyrir í reglugerð Unglingalandsmótsins.
Með þessu móti geta tímaplön legið fyrr fyrir, öllum til hagsbóta.

Er fólk beðið að sýna þessu skilning og virða þessi tímamörk.

www.kki.is

Mynd: www.ulm.is