12:00

{mosimage}

Skallagrímsmenn halda áfram að manna lið sitt fyrir næsta vetur þar sem liðið leikur í 1. deild. Á dögunum sömdu þeir við 3 leikmenn.

Tveir þeirra Hafþór Ingi Gunnarsson og Óðinn Guðmundsson eru gamlir refir en einnig var skrifað undir við Kristján Guðmundsson sem áður var spilandi með ÍA.

Ekki er langt síðan karfan.is færði fréttir af því að Skallagrímsmenn sömdu við þá Trausta Eiríksson og Sigurð Þórarinsson og nýjan þjálfara, Konrad Tota.

runar@karfan.is

Mynd: Sigga Leifs