Allar líkur eru taldar á því að Shawn Marion, framherji Toronto muni ganga til liðs við Dallas Mavericks. Þessar fréttir eru ekki staðfestar en heimildir segja að aðeins sé eftir að ganga frá „smáatriðum“ varðandi samninga.  Toronto liðið hefur þurft að hreinsa til í launaþaki sínu til þess að getað fengið Hedo Turkoglu frá Orlando til sín og því hafa þeir ekki pláss undir þakinu fyrir Marion.  Marion var á miðju síðasta tímabili sendur frá Miami til Toronto en spilaði þar áður sín bestu ár hjá Pheonix Suns.  Mynd: espn.com