00:13:02

Heimildir herma að Charlotte Bobcats hafi í dag afráðið að skipta miðherja sínum Emeka Okafor til New Orleans Hornets fyrir annan miðherja, Tyson Chandler. Eins og glöggir lesendur muna ef til vill var Chandler næstum skipt til Oklahoma í janúar, en skiptin voru flautuð af sökum meiðsla sem hann var að kljást við

 

 

 

Þessi skipti sýna mögulega hversu efnahagsástandið er erfitt í NBA, en þó Okafor sé aldeilis ekki góður sóknarmaður er hann drjúgur frákastari og varnarmaður auk þess sem hann leikur alla leiki og er stöðugur í leik sínum á meðan Chandler, þó hann hafi á köflum sýnt hvað í honum býr, hefur aðeins átt tvö góð tímabil á átta ára ferli.

 

Galdurinn er sá að þó leikmennirnir séu jafn gamlir og með svipuð laun á ári, rúmar 10 milljónir dala, er samningur Chandlers styttri (tvö ár á móti fimm), sem er hagstætt fyrir Bobcats, sem hafa tapað miklum fjárhæðum síðustu misserin. Þar að auki hafði Larry Brown að vísu viðrað efasemdir sínar varðandi keppnisskap Okafors og ýjað að því að hann hefði meiri áhuga á teygjuæfingum, pilates og jóga heldur en körfubolta.

Ferill Okafors

 

Ferill Chandlers

ÞJ

Myndir/nba.com