Antonio McDyess framherjinn knái sem spilað hefur með Detroit Pistons síðastliðin ár hefur ákveðið að ganga til liðs við San Antonio Spurs. Kappinn hefur skrifað undir 3 ára samning við Spurs. McDyess sem átti frábær ár með Denver áður enn hann meiddist fékk endurlífgun á sínum ferli með Detroit og spilaði vel á liðnu tímabili fyrir félagið með því að skila tæpum 10 stigum og 9 fráköstum á leik.  San Antonio liði vil nú koma sér aftur á stall meðal þeirra bestu og hafa fengið til sín Richard Jefferson einnig frá Milwaukee auk þess sem að vonir eru bundnar við nýliðann DeJuan Blair sem kom frá Pittsburg háskólanum.  Mynd: espn.com