8:49

{mosimage}

Ísfirðingar gengu nú um helgina frá samning við nýjan leikmann.Sá heitir Mateusz Sowa og er Pólverji en hefur leikið í Bandaríkjunum undanfarin ár.

Kappinn sá er 206 cm miðherji sem hefur leikið m.a. með C.W. Post skólanum í NCAA II deildinni þar sem hann skoraði 5,1 stig að meðaltali í leik og tók rúm 3 fráköst. Síðasta vetur spilaði hann með Master's College í Santa Clarita í NAIA I deildinni þar sem hann skoraði 7,5 stig og tók 6,8 fráköst.

runar@karfan.is

Mynd: www.kfi.is