8:08

{mosimage}

Í gær var gengið frá ráðningu Lýðs Vignissonar til félagsins, en hann verður yfirþjálfari í körfunni ásamt því að þjálfa MB 7 ára, 7. og 8. fl. ásamt 11., drengja- og unglingaflokka félagsins. Á þessu má sjá að það verður nóg að gera hjá Lýð en þjálfunin verður hans aðalstarf. Lýður er nýútskrifaður íþróttafræðingur frá HR og eru miklar væntingar gerðar til samstarfsins við hann.

 

Lýður er með mikla reynslu bæði sem þjálfari og leikmaður. Hann lék um með Snæfelli á árunum 1994 til 1996 og aftur 2002 til 2006. Á árunum 1997 til 2000 fór hann til Bandaríkjanna og lék með skólaliðum ásamt því að stunda nám. Þegar hann kom heim frá Bandaríkjunum lék hann fyrst með Haukum áður en hann snéri aftur til Stykkishólms.

Lýður hefur þjálfað yngriflokka síðan 1994 og hefur þjálfað flesta aldurshópa, frá 6 ára börnum upp í unglingaflokk.

Fréttatilkynning frá Val

Mynd: www.snaefell.is