11:00

{mosimage}

Fyrstu deildar lið Hauka hefur fengið liðsstyrk fyrir næsta vetur en bakvörðurinn Elvar Traustason hefur gengið til liðs við Hauka á ný. Frá þessu er greint á heimasíðu Hauka.

Elvar er 22 ára bakvörður sem lék í Danmörku síðasta vetur ásamt því að hann stundaði háskólanám.

Hann lék með Haukum í 1. deildinni 2007-08 og skoraði þá 9.4 stig í leik.

mynd: stebbi@karfan.is

emil_sig@hotmail.com