{mosimage}
16:44:32
Svo fór sem alla grunaði að myndbönd af atvikinu alræmda þegar ungur háskólaleikmaður, Jordan Crawford, tróð yfir LeBron James í körfuboltabúðum sem hann hélt fyrr í sumar, hafa komið upp á yfirborðið.

 

Málið vakti mikla athygli, ekki endinlega út af troðslunni sjálfri, heldur útaf því að íþróttavörurisinn Nike, sennilega að ósk LeBrons, lét gera allar myndbandsupptökur af leiknum upptækar.

 

Vakti það mikinn úlfaþyt og varpaði enn ljósi á hversu James er umhugað um ímynd sína og varð þetta honum til minnkunar þar sem hann var teygður sundur og saman í háði.

 

Nú þegar myndbönd liggja fyrir á vefnum, hér t.d. , sést gjörla að það er ekkert þar sem gefur tilefni til þess að skammast sín fyrir nokkuð, þó þú sért besti körfuboltamaður í heimi. Hann var bara aðeins of seinn að bregðast við og er næsta víst að hefði hann brosað að öllu saman og gefið Crawford eins og eina fimmu hefði ekkert orðið úr málinu og varla nokkur munað eftir troðslunni, nema auðvitað Crawford sjálfur.