Launaþak NBA deildarinnar hefur lækkað tæpa eina milljón dollara frá síðasta tímabili eða niður í 57.7 milljón dollara.  Þessi breyting tekur gildi í dag og um leið geta samningslausir leikmenn byrjað að skrifa undir samninga við þau lið sem þeir vilja.  Búist er við að launaþakið muni lækka en frekar á næsta ári og er það í takt við það efnahagsástand sem nú ríkir vestra.