08:08:31
John Kuester var í gær ráðinn þjálfari Detroit Pistons, en hann hefur verið aðstoðarþjálfari í NBA í 19 ár, nú síðast hjá Mike Brown og Cleveland Cavaliers, en hann var líka hjá Larry Brown þegar Detroit sigraði Lakers í úrslitunum 2004.

Joe Dumars, framkvæmdastjóri liðsins, hefur ekki sýnt þjálfurum mikla þolinmæði á stjórnunartíma sínum og er Kuester sjötti þjálfari Pistons á tíu árum. Michael Curry þjálfaði liðið á síðustu leiktíð, en var látinn fara eftir slæman árangur.

 

Dumars er að endurbyggja liðið, nánast frá grunni, og tilkynnti á blaðamannafydni að Kuester muni fá nægan tíma til að sanna sig og setja saman nýtt lið til að keppa á ný um NBA-titla.

 

Kuester sá um sóknarskipulag hjá Cavs, en segist munu leggja mikla áherslu á vörn í framtíðinni. „Ég skil vel að vörn er það sem vinnur meistaratitla. Við verðum lið sem mun berjast í 48 mínútur og varnarleikur er stór hluti af því.

 

 Mynd/AP

ÞJ