14:06

{mosimage}

Þó þjálfaramálin séu ekki komin á hreint hjá Keflvíkingum þá eru þeir að vinna í leikmannamálum sínum. Á heimasíðu þeirra er greint frá því að þeir Halldór Halldórsson og Almar Guðbrandsson hafi skrifað undir samning við félagið.

Halldór er uppalinn Keflvíkingur en hefur leikið undanfarin tvö ár með Breiðablik og skipað þar stórt hlutverk. Í samtali við karfan.is sagði Halldór að aðstæður hjá honum byðu ekki upp á annað en að spila á Suðurnesjum næsta vetur. Halldór lék alla leiki Blika síðasta vetur og skoraði 7,1 stig og tók 5,3 fráköst.

Almar sem er 19 ára og uppalinn Keflvíkingur og kom inn á í 14 leikjum á síðasta tímabili og skoraði 2,9 stig.

runar@karfan.is

Mynd: www.keflavik.is/karfan