22:23:09
Phil Jackson mun snúa aftur til að stýra meistaraliði LA Lakers, en hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag eftir að hafa haft samráð við lækna sína.


 

Jackson, sem er sigursælasti þjálfari í sögu NBA hvað varðar sigurhlutfall og meistaratitla, hefur átt við margskonar mein að stríða síðustu ár, nú síðast bólgur í fótum sem gera honum erfitt um vik að hreyfa sig en erfið keppnisferðalög auka enn á óþægindin sem þetta veldur honum.

 

Jackson vann í ár sinn tíunda meistaratitil, en hann átti valkost um eitt ár í viðbót á samningi sínum við Lakers.

 

ÞJ