Guðjón handsalar samningi við Þorstein Lár framkvæmdarstjóra Kkd. Keflavíkur 

Það mun verða Guðjón Skúlason fyrrum leikmaður þeirra Keflvíkinga sem mun taka við að keflinu af vini sínum Sigurði Ingimundarsyni og stjórna liði Keflvíkinga í Iceland Express deildinni að ári. Samningar voru undirritaðir í dag á blaðamannafundi á Hótel Keili í Keflavík.  Vart þarf að kynna til leiks Guðjón þar sem hann ætti að vera öllum körfuknattleiks unnendum nokkuð þekktur fyrir hittni sína utan þriggjastiga línunar. 

Guðjón spilaði allan sinn feril með Keflvíkingum utan eins tímabils þegar hann tók bikarmeistaratitil með Grindavík tímabilið 1994 til 1995. Guðjón skoraði á ferlinum 6649 stig í þeim 409 leikjum sem hann spilaði og er hann annar stigahæsti leikmaður frá upphafi .  Sem fyrr segir var Guðjón iðinn við kolann utan þriggja stigalínunar og trjónir hann þar enn á toppi með þær flestar eða 965 stykki. 

 

„Það tók mig lítin tíma að hugsa málið þegar stjórnin leitaði til mín þannig að það var aldrei spurning að ef mér yrði boðið starfið myndi taka ég þeirri áskorun“ sagði Guðjón við undirskriftina.  „Það koma til að verða einhverjar áherslu breytingar eins og gengur og gerist með nýjum þjálfara. Ég tala nú ekki um þegar að fyrrum bakvörður tekur við að miðherja, en þó mun ég samt byggja á því sem Sigurður hefur verið að gera.“

  

Verða einhverjar áherslubreytingar á liði Keflvíkinga á næstu leiktíð

„Það varða líklega einhverjar áherslubreytingar en það fylgir nú líkast til alltaf nýjum þjálfurum. En mig langar að spila hraðan bolta og hafa mikil læti. Hinsvegar þarf leikur liðsins að vera stilltur inn á mannskapinn sem er fyrir hendi þannig að þetta á allt eftir að koma í ljós. Ég kem til með að skoða liðið sem ég hef í höndunum og sjá hvernig það „matchar“ upp, hvort við munum þurfa útlending og allt það.“

Leikmannahópurinn veistu eitthvað um hann ?

"Það verða litlar breytingar nema að Vilhjálmur Steinarsson mun hverfa til ÍR og svo hef ég heyrt eitthvað af því að Elvar Sigurjónsson sé að fara en ekkert meira en það. Ef hann fer þá fækkar tveggja metra mönnum okkar úr 6 í 5 sem ég held að hafi aldrei gerst hjá Keflavík.  Þannig að ég tel okkur vel bólstraða af stórum mönnum. Hörður Axel er einnig spurningamerki þar sem hugur hans leitar erlendis. En ég mun setjast niður og ræða við hann með hans mál. „

 

Erlendir leikmenn, ertu eitthvað byrjaður að pæla í því fyrir þitt lið

"Nei ekki komin svo langt en þegar að því kemur mun ég skoða stöðu liðsins í hvaða stöðu okkur vantar þannig mann í, þ.e.a.s ef við komum til með að fara þá leið."

Hvernig bolta vill Guðjón Skúlason að Keflavík spili á næsta tímabili

„ Eins og ég sagði áðan þá vil ég spila hraðan bolta og ýta tempóinu svo lítið hátt. Við sáum í fyrra að þau lið sem stóðu sig best eins og KR og Grindavík spiluðu best þegar þau voru að spila hraðan körfubolta. Keflavík hefur alltaf verið gott þegar við spilum hraðan körfubolta. En svo er það þessi sígildi frasi um að vörn vinnur titla og hitt vinnur leiki. Við komum til með að vinna að áherslum í vörninni en ég vil líka vera grimmur í sókninni.“

Hver er stefnan hjá Keflavík

Sem áður er stefnan á alla titla það held ég að breytist aldrei. Ég held að Keflavík hafi grætt helling á síðasta ári með því að taka inn erlendan leikmann svo seint. Allir strákarnir fengu töluverða reynslu í fyrra með því að taka ákveðna ábyrgð og vera að bera liðið uppi. Það á eftir að skila sér til okkar á næsta tímabili.