07:32:04
Detroit Pistons hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir næsta ár þar sem bakvörðurinn Ben Gordon frá Chicago Bulls og framherjinn Charlie Villanueva frá Milwaukee Bucks hafa samþykkt samninga frá þeim. Þeir voru með lausa samninga og þurfa Pistons því ekkert að láta fyrir þá nema launin.

 

Nánar hér að neðan…

 

Þetta er sérstaklega mikið áfall fyrir Chicago, enda hefur Gordon verið aðalsprautan í sóknarleik liðsins síðan þeir tóku hann í nýliðavalinu 2004. Þeir reyndu að semja við hann en gátu ekki jafnað tilboð Pistons upp á 55 milljónir dala á fimm árum. Gordon var með rúmlega 20 stig í leik í vetur og er með betri 3ja stiga skyttum deildarinnar.

 

Brotthvarf Villlanueva var fyrirséðara, því Bucks höfðu rétt á að bjóða honum samning, en ákváðu að láta það vera, væntanlega í sparnaðarskyni. Hann var með um 16 stig og 7 fráköst að meðaltali í leik í vetur.

 

Koma Gordons setur spurningarmerki við stöðu Richards Hamilton, sem hefur verið skotbakvörður og helsti stigaskorari Pistons síðustu sjö árin. Er talið líklegt að hann verði boðinn í skiptum fyrir kraftframherja eða miðherja, sérstaklega þar sem Rasheed Wallace gæti verið á útleið. Hafa nöfn Chris Kaman, Carlos Boozer og Tyson Chandler heyrst í því sambandi.

Ferill Gordons

 
Ferill Villanuevas

ÞJ