14:20

{mosimage}

Karfan.is heyrði í Ólafi Aroni Ingvasyni sem lék með ÍR síðasta vetur en orðrómur hefur verið á kreiki um að hann sé á leið í Stjörnuna. Ólafur staðfesti að hann hafi verið að sprikla með Stjörnumönnum í sumar og ætti frekar von á að ganga til liðs við þá.

„Við erum þarna 4-5 gamlir landsliðsfélagar saman úr hinum alræmda 84 árgangi sem verður gaman að spila með. Svo verður maður ekkert verri við að spila með og á móti Justin Shouse alla daga. Aðalástæðan er þó að Teitur er þjálfarinn, það er ekki til meiri sigurvegari í íslenskum körfubolta, það er bara þannig. Hann er líka ekki með neina fasta formúlu fyrir mót um hverjir muni spila svona margar mínútur eða svona lítið, heldur spila menn eins og þeir eiga skilið. Ég er mjög spenntur fyrir vetrinum og ég vona að ég geti hjálpað liðinu.“

Ólafur lék 22 leiki með ÍR síðastliðinn vetur og skoraði 3,5 stig og gaf 1,9 stoðsendingar á þeim 12 mínútum sem hann spilaði að meðaltali í leik. Ólafur lék sinn fyrsta leik í Úrvalsdeild 2002 með Njarðvík og lék 54 leiki með þeim og skoraði 4,1 stig og gaf 3 stoðsendingar á 15 mínútum. Þá spilaði hann 12 leiki með Reyni úr Sandgerði í 1. deildinni veturinn 2007 til 2008. Alls hefur hann leikið 16 unglinga- og drengjalandsleiki.

runar@karfan.is

Mynd: stebbi@karfan.is