17:38

{mosimage} 

Íslensku strákarnir í Sarajevo unnu góðan sigur á Dönum í dag á EM U18 karla, 99-80. Ungverjar sigruðu Finna og þar með endar Ísland í þriðja sæti í riðlinum og á því ekki möguleika á að vera ofar en í 13. sæti.

Danir skoruðu fyrsta stig leiksins og var það í eina skipti sem þeir leiddu í leiknum, Ísland komst yfir og jók muninn hægt og bítandi og um tíma í fjórða leikhluta var munurinn 25 stig.

Tómas H. Tómasson var stigahæstur með 19 stig en næstur honum kom Haukur Pálsson með 16.

Eins og fyrr segir unnu Ungverjar Finna og því urðu þau jöfn Íslandi að stigum, öll lið hlutu 5 stig og Ísland með verstu stöðuna í innbyrðisviðureignum og endar því í keppni um 13.-16. sætið.  Þar mætir Ísland Georgíu á laugardag klukkan 12 að íslenskum tíma og sigri Ísland mæta þeir sigurvegaranum úr viðureign Skota og Dana en tapi Ísland þá mæta þeir tapliðinu.

runar@karfan.is

Mynd: stebbi@karfan.is