23:32

{mosimage}

U18 ára landsliðið lék fyrsta leik sinn í Evrópukeppninni í Sarajevo í kvöld. Liðið mætti Pólverjum og tapaði 65-67 eftir æsispennandi lokasekúndur.

Íslensku strákarnir byrjðu betur og komust í 4-0 en þeir pólsku sigu framúr og leiddu 11-17 eftir fyrsta leikhluta en í hálfleik voru þeir íslensku komnir einu stigi yfir. Pólverjarnir voru sterkir í þeim þriðja og komust 10 stigum yfir en íslenska liðið gafst ekki upp og þegar 1 mínúta var eftir var staðan 57-64. Íslensku strákarnir minnkuðu muninn í eitt stig þegar 6 sekúndur voru eftir en þeir pólsku fengu tvö víti í lokin og skoruðu úr öðru.

Haukur Óskarsson úr Haukum var stigahæstur með 18 stig en Haukur Pálsson skoraði 13 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst eins og Ægir Steinarsson.

Íslenska liðið mætir Finnum á morgun klukkan 15 að íslenskum tíma en Finna lágu 72-56 fyrir Svíum í dag.

Tölfræði leiksins.

runar@karfan.is

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson