14:14:04
Toronto Raptors hafa fengið til sín ítalska bakvörðinn Marco Belinelli frá Golden State Warriors í skiptum fyrir Devean George og reiðufé. Belinelli er skotmaður góður en hefur ekki náð að standa undir miklum væntingum sem gerðar voru til hans þegar hann var valinn fyrir tveimur árum, en Bryan Colangelo, framkvæmdastjóri Toronto, virðist telja að hann eigi mikið inni.

 

Belinelli var með um níu stig að meðaltali í leik í fyrra.

 

George hefur hins vegar leikið algjört aukahlutverk síðustu árin hjá Dallas Mavericks, en hann kom til Toronto á dögunum í skiptunum fyrir Shawn Marion. Hann var með 3 stig í leik á síðasta tímabili.

 

Á meðal annarra frétta af leikmannamarkaði má geta þess að Atlanta Hawks hafa samið við framherja sinn Marvin Williams, sem var samningslaus að því leyti að Hawks gátu jafnað hvaða tilboð sem hann fengi. Williams er ungur og efnilegur og góðar fréttir fyrir Hawks að halda hans starfskröftum. Nú er farið að hægjast um á leikmannamarkaði og einu stórfréttirnar sem beðið er eftir er hvort Lamar Odom verði áfram hjá Lakers eða fari til Miami og hvort David Lee verði áfram hjá NY Knicks.

ÞJ

Myndir/nba.com