12:15
{mosimage}

(Kevin Garnett þarf seint að líða skort) 

Launakerfi NBA deildarinnar er flókið fyrirbæri sem ekki allir gera sér virkilega grein fyrir. Oft fá leikmenn mun hærri laun en geta þeirra segir til um og margir furða sér yfir því að nokkur ár í röð er New York Knicks að borga hæstu launin í deildinni.

Til að fyrirbyggja það að ríkustu liðin geta laðað alla bestu leikmennina að sér líkt og gengur og gerist í knattspyrnuheiminum þá hefur verið sett ákveðið launakerfi í NBA deildinni. Kerfið gengur út á það að öll lið mega bara eyða ákveðið mikið á hverju tímabil í laun til leikmanna. Öll lið eiga því jafna möguleika á að fá leikmenn í sínar raðir. Ef þetta kerfi væri ekki þá er líklegt að Los Angeles Lakers og New York Knicks væru líklegust til að geta dregið upp budduna og keypt heilu og hálfu stjörnuliðin.

Upphæðin sem liðin mega eyða er mismunandi frá ári til árs en miðast upphæðin við fyrirfram ákveðna prósentu af veltu deildarinnar frá síðasta tímabili. Fyrir komandi tímabil mega liðin eyða 58,68 milljónum í laun en það er hækkun frá síðasta tímabili þar sem upphæðin var 55,63 milljónir Bandaríkjadala. Kerfið hefur verið í gangi síðan 1984 en þá máttu lið aðeins eyða um 3,6 milljón dollara á ári í laun.

Nokkrar undanþágur eru þó á kerfinu þar sem lið mega fara yfir leyfileg laun:

– Lið mega fara yfir launakerfið ef að umræddur samningur við leikmann borgar honum laun sem eru jafnhá eða lægri en meðallaun leikmanna í NBA deildinni. Meðallaun leikmanns í deildinni í fyrra var 5,36 milljónir á ári. Lið geta einnig fengið marga leikmenn til sín ef að samanlögð laun þeirra fer ekki yfir 5,36 milljónir.

– Lið mega velja leikmenn úr fyrstu umferð í nýliðavalinu þó að launin þeirra sprengi hámarkslaun liðsins.

– Lið mega semja við þeirra eigin leikmenn þó það fari yfir hámarkslaunin en Larry Bird og Boston Celtics gáfu fordæmi fyrir þessari reglu. Þó verður leikmaðurinn hafa spilað lengi í deildinni og uppfylla mörg skilyrði.

– Lið mega semja við leikmenn ef liðið borgar leikmanninum lágmarkslaun NBA deildarinnar. Lið mega semja við eins marga leikmenn og þau vilja ef þau nota regluna um lágmarkslaun.

Þetta eru nokkrar af þeim mörgu flóknu reglum sem leyfa liðum að fara yfir hámarkslaunin. Gott dæmi um að leikmenn lækka sig verulega í launum til að fara yfir í annað lið er þegar Karl Malone og Gary Payton sömdu við Lakers á tímabilinu 2003-2004 í þeirri von um að hreppa eitt stykki meistaratitil áður en tíð þeirra í NBA deildinni væri að endalokum komin. Fékk Malone þá um miljón dollara á ári sem var gífurlega mikil launalækkun.

Einnig er vert að athuga að laun nýliða í fyrsta valrétti er ákvarðað af í hvaða sæti nýliðar lenda í valinu. Þá fær fyrsta sætið hæstu launin og svo stiglækkandi eftir það.

New York Knicks borgar út hæstu launin í deildinni eða næstum því þrefalt meira en Golden State Warriors, sem borga lægstu launin ásamt Philadelphiu. Ástæðan fyrir því er skattakerfi þar sem liðin borga ákveða upphæð fyrir hvern dollara sem launin þeirra fara yfir ákveðna upphæð.

Hér er er listi yfir launahæstu leikmenn NBA deildarinnar. Vert er að taka fram að launin eru oftast blanda af hversu góður leikmaður er, hversu góður hann var og hversu lengi hann hefur verið í deildinni. Því sér maður oft leikmenn sem hafa verið lengi í deildinni vera með einna hæstu launin.

1. Kevin Garnett Boston                $24,750,0002.

Stephon Marbury New York          $21,937,5003.

Allen Iverson Denver                      $21,937,5004.

Jason Kidd Dallas                           $21,372,0005.

Jermaine O'Neal Toronto                $21,352,5006.

Kobe Bryant LA Lakers                 $21,262,5007.

Tracy McGrady Houston                $21,126,8748.

Tim Duncan San Antonio               $20,598,7039.

Shaquille O'Neal Phoenix               $20,000,00010.

Steve Francis Portland / Houston   $19,814,48011.

Dirk Nowitzki Dallas                    $18,077,90412.

Paul Pierce Boston                        $18,077,90413.

Shawn Marion Phoenix                 $17,180,00014.

Ray Allen Boston                         $17,388,43015.

Rashard Lewis Orlando                $17,238,00016.

Michael Redd Milwaukee            $15,780,00017.

Mike Bibby Atlanta                      $15,225,00018.

Andrei Kirilenko Utah                  $15,080,312

Arnar Freyr Magnússon