00:22

{mosimage}

Úrslitakeppnin hófst á Ítalíu um helgina og hófust einvígin í dag og í gær. Ríkjandi meistarar Siena, en þeir léku í undanúrslitum meistaradeildarinnar um síðustu helgi, endaðu efsta sæti deildarinnar með 31 sigra og 3 töp. Verða þeir því með með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina. Roma, lið Jón Arnórs Stefánssonar var í öðru sæti í deildinni, og eru því í ágætum málum. Athygli vekur að lið fimmfaldra meistara í Benetton Treviso komust ekki í úrslitakeppnina. Þeir unnu ítölsku deildina fyrir tveimur árum 2006 en þá lék Andrea Bargnani með liðinu en hann var svo valinn nr. 1 í nýliðavalinu í NBA sumarið 2006.

Í fyrstu umferð fer það lið áfram sem fyrr vinnur þrjá leiki og leika liðin til skiptis á heimavelli.

Liðin sem mætast í fyrstu umferð og staða þeirra í deildinni:Montepashi Siena(1) – Upim Bologna(8)
Lottomatica Roma(2) – Tisettanta Cantú(7)
Air Avellino(3) – Perrel Capo d´Orlando(6)
Premiata Montegranaro(4) – Armani Jeans Milano(5)

Öruggugt hjá Roma

Roma vann Tisettanta Cantú stórt þegar liðin mættust í kvöld. Rómverjar vann með 26 stigum 85-59 og skoraði Jón Arnór Stefánsson fimm stig á þeim 20 mínútum sem hann lék.

Sigur Roma var öruggur frá upphafi en liðið leiddi með 6 stigum í hálfleik 42-36. Frábær 13-4 leikkafli í upphafi þriðja leikhluta og 12-1 leikkafli í endann á þriðja og í upphafi fjórða leikhluta slökkti á Cantú mönnum sem áttu aldrei möguleika eftir þetta.

Stigahæstur hjá Roma var Roko Ukic með 16 stig og Erazem Lorbek bætti við 15. Hjá Cantú var DaShaun Wood stigahæstur með 12 stig.

Roma leiðir 1-0 og næsti leikur er á heimavelli Cantú.

Siena rúllaði upp Bologna
Montepaschi Siena vann stórsigur á Upim Bologna 91-72. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik þar sem Sienna leiddi með aðeins sex stigum 45-39 rúlluðu þeir upp Bologna í þeim seinni og unnu með 19 stigum.

Ksistof Lavrinovic var stigahæstur hjá Siena með 15 stig og 8 fráköst, Terrel McIntyre skoraði 14 og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Bologna var Kristaps Janicenoks með 16 stig og Oscar Torres setti 13.

Siena leiðir 1-0 og næsti leikur er í Bologna.

Thomas stigahæstur í liði Montegranaro
Premiata Montegranaro vann nauman fjögurra stiga sigur á liði Mílanó 73-69. Þetta eru liðin sem enduðu í fjórða og fimmta sæti og því mátti búast við hörku einvígi. Mílanómenn voru líklegir í leiknum en þeir hófu seinni hálfleikinn með því að skora fjórtán stig í röð og komast yfir 32-41. En Adam var ekki lengi í paradís og Montegranaromenn skoruðu svo sjálfir 14 stig í röð og náðu forystunni á ný og héldu út leikinn. Jobey Thomas skoraði 9 stig á þessum kafla en hann endaði með 22 stig.

Mílanó menn reyndu allt til að jafna leikinn og Melvin Booker minnkaði muninn í þrjú stig þegar tæp mínúta var eftir og Montegranaromenn yfir. Nær komst Mílanó ekki og þeir Kiwane Garris og Jobey Thomas kláruðu leikinn og Montegranaro vann.

Jobey Thomas var stigahæstur hjá sigurliðinu með 22 stig og Kiwane Garris bætti við 18. Hjá Mílanó var Dusan Vukcevic með 19 og Danilo Gallinari setti 17.

Montegranaro leiðir einvígið 1-0 og næsti leikur verður á heimavelli Mílanó.

Avellino sigldi framúr í fjórða
Fjórða viðureignin í 8-liða úrslitum var milli Air Avellino og Pierrel Capo d´Orlando. Avillino menn sem voru á heimavelli unnu með 11 stigum 103-92.

Leikurinn var jafn mest allan leikinn og Avillino menn sigldu fram úr í fjórða leikhluta og unnu góðan sigur.

Stigahæstur hjá Avellino var Eric Williams með 21 stig og 16 fráköst. Devin Smith bætti við 20 stigum og 9 fráköstum fyrir Avellino. Samuel Mejia skoraði 20 stig fyrir Pierrel Cap d´Orlando og félagi hans Romel Beck var með 19 stig.

Jón Arnór á Ítalíu:
Ekki öruggt að Jón Arnór spili áfram í Róm
Vill toppa flott tímabil með titli

stebbi@karfan.is

Mynd: legabasket.it