07:49
{mosimage}
(Rögvaldur Már Hreiðarsson)
Íslensku liðin leika sex leiki á Norðurlandamótinu í Solna í dag og hefst fyrsti leikurinn kl. 10:30 hér í Svíþjóð eða kl. 8.30 á Íslandi. Karfan.is verður með beina netútsendingu frá tveimur leikjum í dag og eina textalýsingu.
Við hefjum leik á textalýsingunni kl. 14:30 þegar Ísland mætir Svíþjóð í U 18 ára karla. Næsti leikur hefst svo kl. 16:30 og er það viðureign Íslands og Danmerkur í U 16 ára karla og verður leikurinn í beinni netútsendingu á Karfan.is TV. Það verður í mörg horn að líta hjá sjónvarpsstjóranum Eggerti Baldvinssyni sem verður sveittur við upptökuvélina. Strax að leik loknum hjá Íslandi og Danmörku verður hann með annan leik í beinni en það er viðureign Íslands og Noregs í U 16 ára kvenna.
Það verður því nóg um að vera hér á karfan.is í dag og því vert að fylgjast grannt með gangi mála.
Á meðfylgjandi mynd hér í fréttinni er dómarinn Rögnvaldur Már Hreiðarsson að dæma sinn fyrsta leik á Norðurlandamóti unglinga en það gerði kappinn í gærkvöldi þegar Danir mættu Norðmönnum í U 16 ára kvennaflokki. Danir unnu leikinn örugglega 79-46 og stóð Rögnvaldur sig með miklum ágætum. Fjórir íslenskir dómarar koma frá Íslandi á Norðurlandamótinu en það eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson, Guðni Eiríkur Guðmundsson og fyrrnefndur Rögnvaldur Már Hreiðarsson.
Hér er tengillinn á textalýsinguna sem hefst kl. 14.30
Hér er tengillinn á beinu netútsendingarnar sem hefjast kl. 16.30.