21:00

{mosimage}

FIBA dómarar Íslands, þeir Björgvin Rúnarsson, Kristinn Óskarsson og Sigmundur Már Herbertsson hafa allir fengið verkefni frá FIBA í sumar. Björgvin heldur fyrstur af stað en hann fer til Mónakó 14. til 19 . júlí með U16 ára landsliði kvenna sem tekur þátt í C deild.

Kristinn fer svo til Riga í Lettlandi 1. ágúst og verður þar til 10. ágúst að dæma í A deild U20 ára drengja en hann verður þar sem hlutlaus dómari. Sigmundur fer svo síðastur til Bosníu Hersegóvínu með U16 ára landsliði drengja sem leikur í B deild.

runar@karfan.is

Mynd: Ingi Þór Steinþórsson