23:00
{mosimage}
Styrmir Gauti Fjeldsted er lykilmaður í 16 ára liði drengja, sem hefur gert það gott á Norðurlandamótinu hér í Svíþjóð. Styrmir var stigahæstur í dag gegn Finnum, en aðrir leikmenn liðsins hafa hingað til séð að mest um stigaskorið. Karfan.is ræddi við Styrmi eftir leikinn.
{mosimage}
Þið voruð rétt í þessu að tapa ykkar fyrsta leik á Norðurlandamótinu gegn Finnum. Þið virkuðuð ansi rólegir í tíðinni í leiknum, var ekkert lagt upp með að vinna leikinn?
Jú jú, við áttum alveg að reyna að vinna, en við fórum samt ekki alveg á fullu í þetta þar sem við erum komnir í úrslit. Maður reynir samt.
Var hugurinn bara við úrslitaleikinn á morgun?
Já, allavegana hjá flestum. Bjössi var náttúrulega hvíldur í leiknum, en allir fengu að spila nóg og það var mjög gott, en hugurinn var við leikinn á morgun.
Þú varst stigahæstur með 14 stig, settir nokkur góð skot niður, er þetta eitthvað sem þú ætlar að halda áfram að gera?
Já já, maður verður að reyna að halda áfram á morgun, setja mark sitt á leikinn.
Úrslitaleikurinn er á morgun gegn Svíum. Þið unnuð þá í hörkuleik fyrr á mótinu, er það eitthvað sem verður endurtekið á morgun?
Já, við vinnum á morgun, ekki spurning.