22:40

{mosimage} 

Snorri Páll Sigurðsson, fyrirliði 18 ára liðs karla, var að vonum niðurlútur eftir slæmt tap liðsins gegn Norðmönnum á NM unglingalandsliða í Solna í Svíþjóð.  Karfan.is ræddi við Snorra um leikinn og bronsleikinn á morgun.

{mosimage} 

Þið voruð að klára hörkuleik gegn Norðmönnum, voruð í bullandi séns þegar fjórði leikhluti hófst en þá fór að halla undan fæti.  Hvað gerðist?
Við stigum bara ekki út, spiluðum ekki nógu góða vörn og kerfin gengu ekki nógu vel.  Svona heilt yfir þá gekk þetta bara ekki nógu vel hjá okkur.

Menn gældu við það að komast í úrslitaleik, það hljóta að vera vonbrigði að komast ekki þangað.
Alveg frá byrjun þá stefndum við á að komast í úrslitaleikinn og fyrir þennan leik þá ætluðum við að vinna, við vorum alveg ákveðnir í því að vinna hvern leikhluta með tveimur stigum og þann seinasta ætluðum við að vinna með þrem en við náðum ekki takmarkinu í byrjun og þetta var bara ekki það sem við ætluðum okkur.


Heldurðu að þið séuð með nógu sterkt lið til að vinna þetta mót ef allt hefði gengið upp?
Mér finnst það, mér finnst ef við horfum á stöðubaráttuna við bæði lið Finna og Noreg þá erum við með alveg jafn gott lið.  Það geta allir 12 leikmennirnir spilað, allir geta skorað og allir geta spilað góða vörn þannig að þetta klúðrast bara á Finnaleiknum í fyrsta leiknum.  Við vorum ekki tilbúnir eftir langt flug og langt ferðalag, vorum bara ekki tilbúnir í leikinn.  Ég held að mótið hafi klúðrast í fyrsta leik.

Þið eigið annað hvort Svía eða Dani á morgun í leik um þriðja sætið, heldurðu að þið náið að klára þann leik?
Já, það kemur ekki annað til greina. Við erum búnir að vinna bæði þessi lið og það er ekkert að fara að stoppa okkur í að vinna aftur.  Við erum en bæði þessi lið og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þau.