20:08

{mosimage}

Logi Gunnarsson og félagar í Gijon unnu fyrsta leikinn í 8 liða úrslitum LEB silfur deildarinnar, 91-76 gegn Almeria, en leikið var á þriðjudag. Fari svo að Gijon sigri á laugardag þegar liðin leika á heimavelli Almeria, kemst Gijon í keppni hinna fjögurra fræknu um eitt laust sæti í LEB gull deildinni að ári.

Logi sem er nýlega stiginn upp úr meiðslum skoraði 3 stig á þeim 10 mínútum sem hann spilaði. Mattew Kiefer var stigahæstur Gijionmanna með 22 stig en fyrir gestina skoraði Tyray Perason mest, 17 stig.

runar@karfan.is

Mynd: Logi Gunnarsson