17:30

{mosimage}
(Liðsmenn Siena eru í vænlegri stöðu eftir leik gærdagsins)

Einn leikur var í úrslitakeppni ítölsku deildarinnar í gærkvöldi þegar AJ Milano og Siena mættust öðru sinni í undanúrslitaeinvígi þeirra en að þessu sinni var það á heimavelli AJ Milano. Siena gerði sér lítið fyrir og vann leikinn 69-82 og er því komnir í vænlega 2-0 stöðu gegn AJ Milano. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í úrslitin. Næsti leikur er á heimavelli Siena annað kvöld.

Eftir jafnan fyrri hálfleik þá stungu leikmenn Siena af í þeim seinni og áttu heimamenn fá svör.

Bandaríkjamaðurinn Bootsy Marvis Thornton var stigahæstur hjá Siena með 20 stig og Litháinn Ksistof Lavrinovic skoraði 18.

Hjá heimamönnum var hinn tvítugi Danilo Gallinari með 18 stig og Casey Shaw setti 12. Voru þeir einu leikmenn Milano sem skoruðu yfir 10 stig.

Í kvöld er svo önnur viðureign Roma og Air Avellino og fer hann fram á heimavelli Avellino.

stebbi@karfan.is

Mynd: euroleague.net