21:32

{mosimage}
(Leikmenn Siena eru komnir áfram í undanúrslit)

Tveir leikir voru í átta liða úrslitum ítölsku úrslitakeppninnar. Núverandi meistarar í Siena unnu Upim Bologna 85-74 á heimavelli og er komnir áfram í undanúrslit. Siena vann alla þrjá leikina og eru fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Ksistof Lavrinovic var stigahæstur en hann skoraði 19 stig og tók 8 fráköst. Terrel McIntyre kom á eftir honum með 18 stig.

Hjá Bologna var Stefano Mancinelli með 18 stig og Joseph Forte bætti við 15 stigum.

Milano vann á útivelli
Hinn leikur kvöldsins var milli Montegranaro og AJ Milano á heimavelli Montegranaro. Milano menn komu sterkir til leiks og unnu stórt 72-90. Milano var undir í hálfleik 41-40 en í þeim seinni tóku þeir öll völd á vellinum og unnu seinni hálfleikinn 31-50.

Þar með er Milano komnir yfir í einvíginu og leiða 2-1 og er næsti leikur á þeirra heimavelli.

Stigahæstur hjá Milano var Melvin Booker með 26 stig og Ansu Sesey skoraði 18.

Hjá Montegranaro var Jobey Thomas stigahæstur með 17 stig en næstur honum var Ricky Minard með 15 stig.

stebbi@karfan.is

Mynd: euroleague.net