06:00

{mosimage}

Stjörnumenn missa leikstjórnandann snjalla Sævar Inga Haraldsson en hann mun ekki leika með liðinu á næsta ári. Sævar higgur á nám í Bandaríkjunum á næsta ári en hann staðfesti þetta í samtali við Karfan.is.

Hann er á leið til Boston þar sem hann er að fara í framhaldsnám við Boston University. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að spila körfubolta næsta vetur a.m.k. ekki af fullri alvöru.

Sævar lék aðeins eitt tímabil með Stjörnunni en hann var fyrirliði Hauka áður en hann gekk til liðs við Garðbæinga fyrir síðasta tímabil.

Hann var tvívegis kjörinn besti ungi leikmaður úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með Haukum.

stebbi@karfan.is

Mynd: stebbi@karfan.is