22:39

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Roma unnu Cantú í kvöld 86-67. Jón Arnór komst ekki á blað í leiknum en hann tók aðeins eitt skot á þeim 12 mínútum sem hann lék.

Þar með er Roma komnir í 2-1 í einvíginu við Cantú en þrjá leiki þarf til þess að komast áfram í undanúrslit.

Roma leiddi með fjórum stigum í hálfleik 38-34 en þeir juku svo muninn í þriðja og fjórða leikhluta og unnu svo stóran sigur.

Stigahæstur hjá Roma var Rodrigo De La Fuenta með 16 stig en fimm leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira.

Hjá Cantú skoraði Hervé Toure manna mest eða 14 stig.

Næsti leikur fer fram á heimavelli Cantú.

Þrjú-núll
Air Avellino vann Capo d´Orlando með 20 stiga mun í kvöld 89-79 og eru þar með komnir áfram í undanúrslit en þetta var þriðji sigurleikur Avellino í einvíginu.

Capo d’Orlando var yfir eftir fyrsta leikhluta en náðu aðeins að skora 12 stig í öðrum leikhluta og þá komust Avellino menn yfir og leiddu í hálfleik. Í fjórða leikhluta juku þeir muninn og unnu stóran sigur.

Stigahæstur hjá Avellino var Devin Smith með 35 stig.

Hjá Capo d´Orlando var Charles Judson Wallace stigahæstur með 20 stig.

stebbi@karfan.is