16:30

{mosimage}
(Rip Hamilton er oft stigahæstur Detroit manna)

Á þriðjudagskvöld varð Rip Hamilton stigahæsti leikmaður Detroit í úrslitakeppninni frá upphafi þegar Detroit vann Orlando 86-91 og sló þá út úr úrslitakeppninni. Hamilton sem er á sínu sjötta tímabili með Detroit fór þar með fram úr Isiah Thomas en hann var stigahæsti leikmaður liðsins frá upphafi í úrslitakeppninni.

,,Þetta er mikill heiður,” sagði Hamilton um að eiga stigamet Detroit. ,,Isiah Thomas er Detroit körfubolti og að ná einu af hans metum er geðveikt vegna þess að ég hef ekki verið hér það lengi. En ég væri ekki að ná þessu meti ef við værum ekki að vinna leiki.”

Hamilton var með 2.251 stig í úrslitakeppninni fyrir leikinn á þriðjudagskvöld og vantaði aðeins 11 stig til þess að bæta met Thomas sem var uppá 2.261 stig. Hamilton átti auðveld me ðað ná metinu en hannn setti 31 stig í leiknum og var kominn með 11 stig í 2. leikhluta. Hamilton náði stigametinu í 110 leikjum á meðan Isiah Thomas gerði það í 111 leikjum.

,,Það frábæra er að ég hef átt frábæra liðsfélaga og við fengum tækifæri til að fara í úrslitin og vonandi tekst okkur það aftur.”

Detroit lagði Orlando 4-1 og bíða eftir sigurvegara úr einvígi Boston og Cleveland en Hamilton fær a.m.k. fjóra leiki í viðbót til að bæta metið.

stebbi@karfan.is

Mynd: Detroit Free Press