15:00

{mosimage}
(Pálmi hefur verið lykilmaður í KR undanfarin ár)

Pálmi Freyr Sigurgerisson segir í viðtali við heimasíðu KR að hann muni leika með KR á næstu leiktíð. Orðið á götunni hefur verið að Pálmi, sem er uppalinn Bliki, muni snúa á ný í Kópavoginn og leika með nýliðunum í Iceland Express-deildinni á næstu leiktíð. Pálmi segir í viðtalinu að það sé af og frá enda er hann samningsbundinn KR.

Pálmi gerði þriggja ára samning við KR fyrir síðustu leiktíð og hann segist ætla að efna þann samning þó að stefnan sé alltaf að snúa aftur í Breiðablik.

Hægt er að lesa allt viðtalið hér.

stebbi@karfan.is

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson