11:10

{mosimage}
(Kobe lét bakeymslin ekki aftra sér að spila í nótt)

Tveir leikir voru í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í nótt og þeir sýndir í beinni útsendingu á NBAtv og Stöð2 Sport.


Kobe Bryant fór fyrir liði sínu í nótt er þeir lögðu Utah í EnergySolutions Arena 105-108. Utah eru feiknasterkir á heimavelli og því mikið afrek hve Lakers náði góðu forskoti strax í upphafi og leiddu í hálfleik 43-62.

Utah neitaði að gefast upp og minnkaði muninn jafnt og þétt í seinni hálfleik og vann hann niður í 2 stig á lokamínútunni en nær komust þeir ekki og gestirnir unnu.

Kobe Brynat var stigahæstur hjá Lakers með 34 stig og Pau Gasol bætti við 17 stigum og 13 fráköstum.

Deron Williams skoraði manna mest í heimaliðinu en hann var með 21 stig og 14 stoðsendingar. Mehmet Okur var næstur í stigaskoruninni með 16 stig og 10 fráköst.

Þar með eru Lakers komnir í úrslit Vesturdeildarinnar og mæta annað hvort San Antonio eða New Orleans.

Áhlaup Boston dugði ekki til
Cleveland vann sjöttu viðureignina við Boston og því þarf að grípa til oddaleiks í Boston á morgun.

Fimm stiga sigur Cleveland 74-69 dugði í nótt en bæði lið áttu í smá erfiðleikum með að koma boltanum í körfuna.

Varnarleikur Clevaland var frábær og lokuðu þeir miðjunni algjörlega sem gerði sóknarmönnum Boston erfitt fyrir. Heimamenn náðu tvisvar sinnum ágætu forskoti en Boston minnkaði það jafnóðum og var munurinn kominn í 3 stig á lokamínútunni en Cleveland hélt út m.a. með því að spila frábæra vörn á lokasókn Boston og heimamenn fögnuðu innilega þegar sigur þeirra var í höfn.

LeBron James var að vanda stigahæstur en hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Næstur honum var Delonte West með 10 stig.

Kevin Garnett skoraði 25 stig fyrir Boston og Paul Pierce var með 16 stig en þetta voru einu leikmenn Boston sem skoruðu 10 stig eða meira.

stebbi@karfan.is

Mynd: AP