10:40
{mosimage}

 

(Boozer fann sig vel á heimavelli í nótt) 

 

Einn leikur fór fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem liðsmenn Utah Jazz báru sigurorð af gestum sínum í LA Lakers en leikurinn fór fram á heimavelli Jazz, EnergySolutions Arena í Salt Lake City. Lokatölur leiksins voru 104-99 Jazz í vil þar sem Carlos Boozer fór mikinn fyrir Utah með 27 stig, 20 fráköst og 3 stoðsendingar. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 34 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst.

 

Staðan í einvíginu er því 2-1 Lakers í vil sem unnu fyrstu tvo leikina á sínum heimavelli í Staples Center í Los Angeles. Fyrir leikinn í nótt höfðu Lakers unnið sex leiki í röð í úrslitakeppni Vesturstrandarinnar en liðið sópaði Denver Nuggets 4-0 í fyrstu umferðinni.

 

nonni@karfan.is