09:59

{mosimage}

L.A. Lakers tók stórt skref í nótt að því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar en þá lögðu þeir San Antonio Spurs 91-93 á útivelli. Leiða þeir einvígið 3-1 og geta klárað það í næsta leik en hann verður einmitt á heimavelli þeirra.

Lakersmenn voru ávallt skrefinu á undan og San Antonio náið að jafna leikinn nokkrum sinnum en Lakers var ávallt yfir þó að litlu hafi munað mest allan tímann.

Kobe Bryant var stigahæstur Lakersmanna með 28 stig og næstur honum kom Lamar Odom með 16 stig.

Hjá San Antonio skoraði Tim Duncan 29 stig og þeir Tony Parker og Brent Barry skoruðu 23 hvor en það var einmitt Barry sem átti lokaskotið í leiknum og ef hann hefði sett það hefði San Antonio unnið.

Næsti leikur verður á heimavelli L.A. Lakers.

stebbi@karfan.is

Mynd: AP