06:00

{mosimage}

Miðherji Detroit Piston, Rasheed Wallace, hefur verið sektaður af NBA-deildinni um 25.000 dollara en Wallace lét stór orð falla um dómarana í fimmta leik Boston og Detroit í fyrrinótt.

Wallace blótaði og gagnrýndi dómara leiksins í viðtölum við blaðamenn að loknum leik en lið hans Detroit, tapaði leiknum með fjórum stigum 106-102.

Hann fær þó ekki bann og verður með Detroit í kvöld gegn Boston en leikið verður í Detroit og hefst leikurinn kl. 00:30.

Verður hann í beinni útsending á Stöð 2 Sport.

stebbi@karfan.is

Mynd: AP