09:54

{mosimage}

Tveir leikir voru í NBA-deildinni í nótt. Orlando vann sigur á Detroit 111-86 á heimavelli og lagaði stöðuna í einvíginu eilítið en hún er 2-1 fyrir Detroit. Dwight Howard stóð fyrir sínu í liði Orlando með 20 stig og 12 fráköst en það var Rashard Lewis sem skoraði manna mest eða 33 stig. Hjá Detroit var Richard Hamilton með 24 stig. Næsti leikur fer einnig fram í Orlando.

Lakers eru komnir í þægilega stöðu gegn Utah en þeir unnu þá öðru sinni í nótt. Tíu stiga sigur Lakers manna var allt annað en öruggur. Eftir frábæra byrjun Lakers náði Utah að minnka muninn í seinni hálfleik en strákarnir frá Los Angeles höfðu betur og unnu 120-110. Stigahæstur hjá Lakers var Kobe Bryant með 34 stig og Derek Fisher setti 22. Hjá Utah skoruðu sjö leikmenn tíu stig eða meira og sá þeirra sem skoraði mest var Deron Williams með 25 stig og hann bætti við 10 stoðsendingum. Staðan er 2-0 fyrir Lakers og næstu tveir leikir verða í Utah.

stebbi@karfan.is

Mynd: AP