16:02
{mosimage}
Samkvæmt heimildum ESPN.com mun Mike D´Antoni þjálfari Phoenix taka við New York Knicks. Samingurinn er til fjögurra ára og mun D´Antoni verða þriðji launahæsti þjálfari NBA-deildarinnar.
Samningurinn mun hljóða uppá 24$ milljónir dollara og gilda í fjögur ár.
Gengi New York undir stjórn Isiah Thomas var afleitt í vetur en undanfarin ár hefur New York verið eitt helsta aðhlátursefni NBA-aðdáenda enda hefur launakostnaður liðsins verið í hæstu hæðum á meðan árangurinn hefur ekki verið í samræmi við tilkostnaðinn.
Í vetur vann New York 23 leiki og tapaði 59. Aðeins Miami, Seattle, Minnesota og Memphis voru með slakari árangur.
Mynd: AP