09:53
{mosimage}
(Liðsmenn L.A. Lakers fögnuðu ákaft í nótt)
Los Angeles Lakers eru komnir í úrslit úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir 100-92 sigur á San Antonio Spurs í nótt. Þar með vann Lakers einvígið 4-1 og mæta annað hvort Boston Celtics eða Detroit Piston en þessi lið mætast í kvöld í sjötta sinn og verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport kl. 00:30.
Leikurinn í nótt var afar sveiflukenndur. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 15-28 og heimamenn í Los Angeles voru allt annað en með á nótunum. San Antonio spilaði skínandi sóknarleik í bland við öflugan varnarleik.
Í öðrum leikluta minnkuðu heimamenn muninn og í hálfleik munaði aðeins 6 stigum 42-48.
Þriðji leikhluti var afar spennandi þar sem Lakers menn komust yfir og leiddu að honum loknum 64-63.
Lokaleikhlutinn var magnaður þar sem heimamenn fóru á kostum og skoruðu 36 stig og höfðu að lokum átta stiga sigur 100-92.
Kobe Bryant var eins og að vanda stigahæstur hjá Lakers með 39 stig og hjá San Antonio var Tony Parker með 23.
Mynd: AP