09:40
{mosimage}

 

(Chris Paul er MAÐURINN í New Orleans þessa dagana) 

 

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem New Orleans Hornets og Detroit Pistons tóku 2-0 forystu í rimmum sínum. Pistons lögðu Orlando Magic 100-93 og New Orleans hafði betur gegn meisturum San Antonio Spurs, 102-84.

 

Meistarar síðustu leiktíðar fengu enga náð hjá Hornets í nótt og máttu sætta sig við 18 stiga ósigur 102-84. Heimamenn í Hornets fóru á kostum í þriðja leikhluta og gerðu 36 stig gegn 18 frá Spurs og lögðu þar með grunninn að góðum sigri. Chris Paul var með enn einn stórleikinn en hann setti niður 30 stig og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Spurs var Tim Duncan með 18 stig og 8 fráköst.

 

Herra Stórlax, Chaunsey Billups var stigahæstur í sterku liði Pistons með 28 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar þegar Pistons lögðu Orlando 100-93 í Palace of Auburn Hills. Þeir Jameer Nelson og Dwight Howard voru báðir með 22 stig hjá Magic en Howard tók auk þess 18 fráköst í leiknum. Tayshaun Prince átti einnig góðan dag í liði Pistons með 17 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar.

 

nonni@karfan.is

Mynd: AP