06:00

{mosimage}
(Super Hugo flýgur í gegnum eldhring)

Skondið atvik átti sér stað í leik New Orleans og San Antonio á aðfaramótt sunnudags. Þegar leikmenn ætluðu að hefja annan leikhluta urðu þeir að bíða í 19 mínútur áður en þeir gátu farið að spila á ný vegna þess að froða úr slökkvitækjum var á vellinum og því seinkaði leiknum.

Forsaga málsins er sú að skemmtiatriði milli fyrsta og annars leikhluta var þannig háttað að lukkudýrið í New Orleans, Super, Hugo ætlaði upp á því að troða knettinum í körfuna með aðstoð trompólíns. Það væri nú ekki frásögu færandi nema að í leiðinni stökk hann í gegnum eldhring.

Að loknu bragði þegar starfsmenn ætluðu að slökkva eldinn gekk það illa og því var slökkvitækjafroða út um allt þegar þeir loksins voru búnir að slökkva eftir dálítinn tíma. Því þurfti að þvo og þurrka gólfið og tók það sinn tíma.

Hálfleiksskemmtriðinu var einnig frestað þegar starfsmenn héldu áfram að þrífa gólfið.

stebbi@karfan.is

Myndir: AP

{mosimage}
(Starfsmenn að þrífa í hálfleik)